þriðjudagur, 28. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

„Byltingarkenndur“ trollpoki - MYNDBAND

10. október 2013 kl. 15:56

Trollpokinn umræddi.

Nýsjálendingar kynna nýjung í veiðarfærum sem þeir segja að muni valda byltingu.

Nýsjálendingar hafa kynnt til sögunnar nýja gerð trollpoka sem þeir segja að muni valda byltingu í fiskveiðum um gervallan heim, hvorki meira né minna. Um er að ræða sívalan hólk úr plastefninu PVC með götum sem smáfiskur getur smeygt sér út um. 

Að auki fer svo vel um stærri fiskinn í hólkinum að fiskur sem tekinn er af allt að 200 metra dýpi er sagður kom spelllifandi upp á dekk, þar sem hægt sé að skilja frá óæskilegan meðafla og koma honum aftur í sjóinn án skaða. Sá fiskur sem veiddur er neðar í sjónum og lifir ekki hífinguna af á samt að vera mun betra hráefni en fiskur undir þrýstingi í hefðbundnum trollpoka.Sjá myndband HÉR. 

Nánar um málið og viðbrögð við því í nýjustu Fiskifréttum