föstudagur, 18. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Byrja marsmánuð með látum

8. mars 2012 kl. 10:23

Skinney SF (Mynd: Jón Páll Ásgeirsson).

Mokveiði hjá netabátum.

Marsmánuður er jafnan aðalnetaveiðitíminn á vertíðinni og undanfarin ár hafa bátar náð yfir 500 tonna mánaðarafla. Óhætt er að segja að netabátarnir hafi byrjað marsmánuð að þessu sinni með látum.

Á vefnum Aflafrettir.com er frá því skýrt að Skinney SF frá Hornafirði hafi fengið 118 tonn í fjórum róðrum, þar af 50 tonn í einni ferð. Þá sé Saxhamar SH frá Rifi kominn með 111 tonn í fimm róðrum, mest tæp 35 tonn í einum róðri.
Jafnframt er vakin athygli á því að plastbáturinn Arnar SH, sem er aðeins 32 brúttótonn að stærð, hafi fengið 86 tonn í fimm róðrum, þar af tvisvar yfir 21 tonn í róðri.

Sjá nánar á aflafrettir.com