þriðjudagur, 21. janúar 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Chicago borg í stríð við asíukarpa

18. febrúar 2014 kl. 15:00

Asíukarpi

Hyggjast loka sýkjum til að koma í veg fyrir að fiskurinn komist í Michiganvatn.

Yfirvöld í Chicago íhuga að beita kostnaðarsömum aðgerðum til að koma í veg fyrir að asíukarpi komist upp í Michiganvatn og nái að fjölga sér þar samkvæmt því sem segir á vef BBC

Asíukarpi var fluttur til suðurríkja Bandaríkjanna fyrir ríflega þremur áratugum til að draga úr þörungamyndun í skólphreinsunarstöðvum.  Nokkrir fiskar sluppu út í Mississippifljót þar sem þeim hefur fjölgað ört og þeir breiðst út norður á bóginn.  Asíukarpi getur orðið allt að metri að lengd og hefur reynst innlendum fisktegundum erfiður keppinautur.

Ein hugmyndin gerir ráð fyrir að lokur verði settar á sýki í borginni sem torveldi fiskum að komast eftir þeim. Aðrir vilja auknar veiðar á kvikindinu og búa til úr því fiskibollur og útrýma karpanum þannig.