þriðjudagur, 18. janúar 2022
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Taka upp dagsektir vegna vanskila á skýrslum

15. febrúar 2011 kl. 14:12

Fiskvinnsla (Mynd: Arnaldur)

25 þúsund króna sekt á dag ef vigtar- og ráðstöfunarskýrslur skila sér ekki á réttum tíma

Fiskvinnslustöðvar sem skila ekki inn skýrslum um ráðstöfun afla á réttum tíma skulu nú sæta dagsektum samkvæmt nýsamþykktum lögum. Sektirnar geta numið allt að 25 þúsund krónum á dag.

Alþingi hefur samþykkt breytingu á lögum um umgengni um nytjastofna sjávar. Þar er kveðið á um að Fiskistofu ber að beita að dagsektum vegna vanskila á vigtar- og ráðstöfunarskýrslum. Lögin í heild sinni má finna hér en þau hafa þegar tekið gildi.

Fiskistofa mun á næstu viku senda kynningarbréf til þeirra aðila sem ber að skila vigtar- og ráðstöfunarskýrslum, en skýrslunum á að skila fyrir 15. hvers mánaðar fyrir nýliðinn mánuð, að því er fram kemur á vef Fiskistofu.