laugardagur, 19. september 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Danir fagna nýjum sandsílakvóta

6. júní 2010 kl. 14:26

Evrópusambandið hefur gefið út heildarkvóta fyrir veiðar á sandsíli á árinu 2010 og er hann 400 þúsund tonn. Þar af fá dönsk skip drjúgan hluta, eða 327 þúsund tonn.

Með þessari ákvörðun er þungu fargi létt af sandsílaveiðimönnum í Danmörku. Bæði sjómenn og útgerðarmenn lögðu ríka áherslu á það að ESB úthlutaði stærri kvóta en Alþjóðahafrannsóknaráðið lagði til í byrjun maí. Grundvallaðist sú ráðgjöf meðal annars á dræmri veiði í upphafi vertíðar sem stafaði, að dómi sjómanna, af því að ís var lengi á svæðinu frekar en að sandsílastofninn væri á niðurleið.