miðvikudagur, 25. nóvember 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Danmörk: Aflaverðmætið jókst um 12% á fyrri hluta ársins

12. ágúst 2011 kl. 09:53

Sjávarútvegur í Danmörk

Mesta aukningin í fiski sem landað er til manneldis

Aflaverðmæti danskra fiskiskipa jókst um 169 milljónir DKK (3,7 milljarðar ISK) á fyrri helmingi ársins miðað við sama tíma í fyrra. Aukningin er um 12%. Þessar upplýsingar koma fram á fiskerforum.dk.

Heildaraflaverðmætið var 1.529 milljónir DKK (um 34 milljarðar ISK). Aflinn í tonnum talið dróst hins vegar saman um 6%.

Aflaverðmæti fisks sem landað er til manneldis (kræklingur ekki meðtalinn) var um 986 milljónir DKK sem er  um 204 milljónum meira en í fyrra. Aukningin er 26% í verðmætum en magnið jókst um 25%. Meðalverðið hækkaði um 1%.