sunnudagur, 19. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Danmörk: Sandsílið gaf tæpa 10 milljarða

10. ágúst 2010 kl. 11:08

Sandsílavertíðinni er nú að ljúka við Danmörk og danskir fjölmiðlar hafa metið þau verðmæti sem sandsílið hefur skilað. Alls hafa dönsk skip veitt um 290 þúsund tonn af sandsíli á árinu 2010.

Meðalverðið er talið hafa verið um 1,60 DKK á kíló til skipanna, eða 33,37 ISK. Verðmæti aflans er því ekki undir 462 milljónum DKK eða 9,6 milljörðum ISK.

Hér er um verulega aukningu að ræða miðað við fyrri ár. Frá árinu 2008 hefur aflaverðmætið við sandsílaveiðar tvöfaldast, farið úr 231 milljón DKK í 462 milljónir.

Heimild: fiskerforum.com