fimmtudagur, 20. febrúar 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

"Dauðadómur yfir skoskum sjávarútvegi"

2. maí 2010 kl. 11:00

Tillögur um breytingar á sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins gætu riðið sjávarbyggðum í Skotlandi að fullu nái þær fram að ganga, segir skoski þingmaðurinn Struan Stevenson.

Framkvæmdastjórn ESB hefur lagt til að sjávarútvegsstefnu sambandsins verði meðal annars breytt á þann veg að innleiða megi reglur um framsal veiðiheimilda milli ríkja (International Transferable Rights).

Struan Stevenson, sem er harður andstæðingur sjávarútvegsstefnu ESB, vandar ráðamönnum í Brussel ekki kveðjurnar. Hann segir að þeir hafi næstum murkað lífið úr skoskum sjávarútvegi. Hann er fylgjandi því að endurskoðun fari fram á stefnunni en segir að sumar endurbætur, sem kynntar hafi verið, geri aðeins illt verra.

Hann telur að það myndi þýða dauðadóm yfir skoskum sjávarútvegi ef til dæmis voldug útgerðarfélög á Spáni fengju tækifæri til að sölsa undir sig botnfiskkvóta Skota. Skoskir fiskimenn myndu ekki aðeins missa vinnuna heldur tapist þúsundir starfa í höfnum og landvinnslu því ljóst væri að erlendu skipin myndu ekki landa afla sínum í Skotlandi.

Heimild: www.fishupdate.com