laugardagur, 19. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Dauft yfir loðnuveiðum

19. febrúar 2013 kl. 10:17

Jóna Eðalds SF (Mynd: Þorgeir Baldurssonj).

Loðnan er gisin og mjög dreifð vestan við Ingólfshöfðann.

,,Þetta er búið að vera hálfgerður barningur hér á loðnumiðunum og það þarf talsvert mikið fyrir því að hafa að fá eitthvað. Það var einhverja loðnu að sjá í gærkvöldi og nótt en hún var gisin og mjög dreifð,“ sagði Sigurður Bjarnason skipstjóri á Jónu Eðvalds SF frá Hornafirði þegar Fiskifréttir slógu á þráðinn til hans núna áðan. Þá var skipið statt um 8 mílur vestan við Ingólfshöfðann ásamt fleiri loðnuskipum. 

,,Við fengum 500 tonn í gær, þar af 300 tonn í einu kasti en síðan var þetta bara barningur. Loðnan mjakast vestur á bóginn en ekki hratt eins og er. Við eigum því að venjast að hún sé farin að þétta sig meira þegar hún er kominn á þessar slóðir en svona ástand hefur svo sem komið upp áður,“ sagði Sigurður.