laugardagur, 31. október 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

David Beckham auglýsir fiskstauta

19. maí 2010 kl. 13:20

Ásjóna fótboltahetjunnar David Beckham prýðir umbúðir utan um fiskstauta og aðrar sjávarafurðir stórframleiðandans Young’s í Bretlandi nú í aðdraganda heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu.

Á vefsíðu fyrirtækisins lýsir Beckham því yfir með stolti að fiskstautar séu í miklu uppáhaldi hjá sér vegna þess að þeir séu ríkir af omega 3 fitusýrum. Hann hafi borðað fiskstauta sem krakki og geri það enn.

Young’s fylgir þessum nýju pakkningum eftir með markaðsherferð sem kosta mun eina milljón sterlingspunda, jafnvirði 188 milljóna íslenskra króna. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir að markmiðið sé að hvetja fjölskyldur til þess að borða að minnsta kosti tvær fiskmáltíðir á viku og tileinka sér heilbrigðari lífshætti.