mánudagur, 21. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Desemberaflinn jókst um 13% á föstu verði

16. janúar 2014 kl. 11:00

Þorskur á ís.

Alls veiddust rúm 50 þúsund tonn í mánuðinum.

Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum desembermánuði, metinn á föstu verði, var 13% meiri en í desember 2012. Á árinu 2013 veiddist 4,5% meiri afli en 2012, sé aflinn metinn á föstu verði. 

Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar. Afli á föstu verði er reiknaður út til þess að finna breytingu á verðmæti heildaraflans að gefinni þeirri forsendu að verðhlutföll milli einstakra fisktegunda séu þau sömu og á ákveðnu viðmiðunartímabili sem hér er fiskveiðiárið 2011-2012.

Í tonnum jókst desemberaflinn hins vegar úr tæpum 43 þús. tonnum í rúm 50 þús. tonn. Þar af var botnfiskaflinn rúm 33 þús. tonn og af honum voru 19 þús. tonn þorskur. Uppsjávaraflinn rúm 15 þús. tonn, þar af veiddust rúm 12 þús. tonn af síld og afgangurinn var kolmunni. 

Sjá nánar á vef Hagstofunnar.