þriðjudagur, 18. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Dettifoss sjósettur í Kína

7. júní 2019 kl. 16:25

Mynd/Eimskip

Sjósetning gekk vel og hefur skipinu verið komið fyrir við sjókví þar sem smíði heldur áfram.

Dettifoss, annað skip Eimskips sem er í smíði í Kína var sjósett í síðustu viku og því eru bæði skipin nú á sjó.

Þetta kemur fram í frétt félagsins.

Þar segir að sjósetning gekk vel og hefur skipinu verið komið fyrir við sjókví þar sem smíði heldur áfram.

Skipin eru 2150 gámaeiningar að stærð, 180 metra löng og 31 metra breið og mun umhverfisvænni en skipin sem þau munu taka við af. 

Nýju skipin munu hljóta nöfnin Brúarfoss og Dettifoss.