þriðjudagur, 18. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Dettur Kúba norðursins í hug

19. desember 2018 kl. 10:10

Samherji vísar afgreiðslu bankaráðs Seðlabanka Íslands á erindum frá Samherja undanfarin tvö ár til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hefur sent bankaráði Seðlabanka Íslands opið bréf þar sem hann segist líta svo á, „í ljósi fyrri reynslu“, að svar formanns bankaráðs Seðlabanka Íslands, dags. 14. september síðastliðinni, „hafi í reynd falið í sér að bankaráð hyggist ekki svara erindum Samherja. Verður sú ákvörðun borin undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál, ásamt afgreiðslu bankaráðs á fyrri erindum undanfarin tvö ár.“

Í bréfi sínu rekur Þorsteinn Már samskiptin við bankaráð Seðlabankans og segist hafa bundið miklar vonir við að málinu myndi ljúka eftir fund með bankaráði 27. nóvember síðastliðinn.

„Nú virðist formaður bankaráðs ætla að stýra málinu í þann farveg að bíða eftir hugsanlegu áliti umboðsmanns Alþingis í máli sem varðar ekki lyktir málsins á hendur Samherja, til þess að komast hjá því að taka sjálfur afstöðu til og afgreiða málið sjálfur. Eru það mér og starfsmönnum Samherja mikil vonbrigði að bankaráðsformaður hafi kosið að draga málið að ósynju. Er það nema von að manni detti í hug Kúba norðursins þegar hugsað er um stjórnsýslu seðlabankans í þessu máli, nú sem endra nær.“

Sjá nánar á vef Samherja.