laugardagur, 29. febrúar 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Djúpavogsbúar ætla á hrefnuveiðar

15. apríl 2009 kl. 14:57

Nýr bátur bættist í flota Djúpavogsbúa fyrir helgi þegar Sæljós GK 185 lagðist þar að bryggju. Elís Hlynur Grétarsson er einn þriggja eigenda Ósness sem hyggst gera bátinn út, meðal annars á hrefnuveiðar.

Báturinn er rúmlega 22 metra langur og er 65 brúttólestir. Að sögn Elísar er báturinn útbúinn á netaveiðar, en ætlunin er að breyta honum til dragnótaveiða og til veiða á hrefnu. Hrefnuveiðar hafa ekki verið stundaðar frá Austfjörðum í háa herrans tíð en Elís sagði að mikið var af hrefnu þar um slóðir á sumrin.

Ríkisútvarpið skýrði frá þessu.