þriðjudagur, 15. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

DNA gegn vörusvikum

13. september 2012 kl. 10:37

Erfðaefnið skannað í staðnum

Rannsóknir á marvælum sem seld eru á markaði og í verslunum og veitingarhúsum í New York sýna að víða er pottur brotinn og um svikna vöru að ræða. Stikkprufur eftirlitsaðila sýna að þrátt fyrir merkingar, til dæmis á fiski, er í mörgum tilfellum um ódýrari tegund að ræða en gefið er upp.

Yfirvöld í New York leita nú leið til að auka eftirlit með söluaðilum og aðferðum til að sannreina sannleiksgildi merkinganna. Miklar vonir er bundnar við að innan tíðar geti eftirlitsaðilar með hjálp erfðatækninnar skannað erfðaefni hráefnisins og á augabragði sagt til um úr hvaða dýri DNA þess er.