þriðjudagur, 15. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Drangsnes hæst með um 1.150 tunnur af grásleppuhrognum

16. september 2016 kl. 09:18

Grásleppa

Stykkishólmur er í öðru sæti með 943 tunnur af hrognum

Mestum grásleppuafla á síðustu vertíð var landað á Drangsnesi, eða sem samsvarar 1.152 tunnum af hrognum. Stykkishólmur er í öðru sæti með 943 tunnur en var í efsta sæti í fyrra með 1.238 tunnur.

Þetta kemur fram í nýjustu Fiskifréttum þar sem birtur er listi yfir löndunarhafnir á grásleppu en vertíðinni lauk formlega í ágúst og endanlegar löndunartölur liggja nú fyrir.

„Það vekur athygli hvað veiðin var góð víðast hvar á Norðurlandi, eins og löndunartölur bera með sér á Húsavík og Kópaskeri og víðar. Hins vegar dróst veiðin verulega saman þegar austar dregur, svo sem á Raufarhöfn, Þórshöfn, Vopnafirði og Bakkafirði. Þar er samdrátturinn sláandi,“ segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssamband smábátaeigenda..

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.