þriðjudagur, 18. janúar 2022
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Draugaskip dregið í land

28. febrúar 2011 kl. 12:32

Esperanza

Flutningaskip rak mannlaust og stjórnlaust í Indlandshafi í næstum þrjá mánuði

Sjómönnum frá Seychelleyjum hefur auðnast að finna flutningskip sem rekið hefur mannlaust og stjórnlaust um Indlandshaf í næstum þrjá mánuði.

Flutningaskipið, sem heitir Esperanza, hefur nú verið dregið til hafnar á Seychelleyjum. Í byrjun desember var áhöfn skipsins tekin um borð í bandarískt herskip eftir að vél Esperanza hafði bilað og ekki tekist að gera við hana. Siglt var með áhöfnina til Oman. Svo virðist sem engum hafi talið sér það skylt að bjarga Esperanza, sem var þá orðið sannkallað draugaskip og rak stjórnlaust um reginhöf.

Ekkert gerðist í málinu fyrr en sjómönnum frá Seychelleyjum barst það til eyrna 10. febrúar að draugaskip væri á reki. Þeir leituðu að því en fundu ekki fyrr en 21. febrúar. Hafði Esperanza þá rekið langar leiðir frá þeim stað sem það var yfirgefið í desember.