mánudagur, 14. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Dregið í tíu mínútur

22. mars 2012 kl. 09:48

Gnúpur GK. (Mynd: Guðm. St. Valdimarsson).

Mokafli hjá íslensku togurunum í Barentshafi

,,Fiskiríið í þessum túr gekk mjög vel. Það er óhemjumikið af fiski á miðunum í Barentshafi. Menn verða að gæta sín að draga ekki of lengi til þess að fá ekki of mikinn afla í trollið,“ segir Gylfi Kjartansson skipstjóri á frystitogaranum Gnúpi GK frá Grindavík í samtali við Fiskifréttir í dag.

Skipið kom heim úr Barentshafinu í síðustu viku eftir 35 daga veiðiferð þar af 23 dagar á veiðum. Aflinn upp úr sjó var 965 tonn að verðmæti 284 milljóna króna. Aflann fékk Gnúpur bæði í norsku lögsögunni og þeirri rússnesku.

,,Við vorum að draga allt niður í 10 mínútur í senn til þess að fá hæfilegan skammt sem er 8-12 tonn. Það eru tekin þrju til fjögur hol á sólarhring og svo er látið reka þess í milli,“ segir Gylfi.

Sjá nánar viðtal við Gylfa í nýjustu Fiskifréttum.