mánudagur, 21. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Dregur úr hagræðingu og framförum

2. mars 2013 kl. 10:36

Togveiðar

Landsbankinn gagnrýnir nýja fiskveiðifrumvarpið.

Að mati Landsbankans myndi samþykkt nýja fiskiveiðistjórnarfrumvarpsins sem nú liggur fyrir Alþingi gera rekstrarumhverfi sjávarútvegs óstöðugra en nú er, veikja rekstrarforsendur sjávarútvegsfyrirtækja, torvelda fjármögnun þeirra og skapa óvissu fyrir ýmis byggðarlög, þjónustuaðila og fjármálafyrirtæki.

Samþykkt frumvarpsins myndi draga úr hvata til hagræðingar og framfara í tækni og markaðsstarfi og veikja samkeppnisstöðu Íslands á erlendum mörkuðum. Þá uppfylli frumvarpið ekki þá kröfu að tryggja að nýting auðlindarinnar hámarki efnahagslegan ávinning þjóðarinnar til lengri tíma og efli verndun og sjálfbæra nýtingu fiskistofna.

Sjá umsögn Landsbankans í heild á vef LÍÚ HÉR