laugardagur, 16. janúar 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Duflin hönnuð til að drepa

20. apríl 2011 kl. 14:43

Sigurðu Ásgrímsson, sprengjusérfræðingur að vinna við tundurdufl.

Bretar og Þjóðverjar lögðu hundruð þúsunda tundurdufla í sjóinn við Ísland

Í heimsstyrjöldinni síðari lögðu Bretar og Þjóðverjar mörg hundruð þúsund tundurdufl í sjóinn. Um þriðjungur þeirra var lagður í sjóinn í kringum Ísland, að því er fram kemur í viðtali við Sigurð Ásgrímsson, sprengjusérfræðing hjá Landhelgisgæslunni, í nýjustu Fiskifréttir.

Í Fiskifréttum er ítarlegt viðtal við Sigurð um tundurduflin, eðli þeirra og gerð og hvernig sjómenn eiga að bera sig að þegar dufl kemur í veiðarfæri. Einnig er fjallað um þann skaða sem duflin ollu á stríðsárunum og síðar. Duflin ógna enn þann dag í dag, bæði þegar skip fá þau stöku sinnum í veiðarfæri eða þegar þau reka á land. Sprengjuefnin eru enn virk og því bera að umgangast duflin með varúð þar til sérfræðingar Landhelgisgæslunnar koma og gera þau óvirk.

 Sjá nánar ítarlegt viðtal við Sigurð Ásgrímsson í nýjustu Fiskifréttum.