sunnudagur, 15. desember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

„Ef þú opnar á þér kjaftinn geturðu bara farið“

1. desember 2016 kl. 08:00

Frá þingi Sjómannasambandsins Íslands í síðustu viku. (Mynd: HAG)

Hótanir um brottrekstur færast í vöxt, segir formaður Sjómannasambandsins.

Nýafstaðið þing Sjómannasambandsins skoraði á íslenska útgerðarmenn að bæta samskipti sín við sjómenn. Í ályktun þingsins segir að vantraust hafi farið vaxandi milli sjómanna og útgerðarmanna síðustu misserin. Í sumum tilfellum sé um algjöran trúnaðarbrest að ræða.

„Það hafa mjög margir reynslusögur af því að hafa verið hótað af vinnuveitanda sínum,“ segir Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasambandsins í samtali við Fiskifréttir. „Ef þú opnar á þér kjaftinn geturðu bara farið, er gjarnan sagt. Í sumum tilfellum er gengið svo langt að banna mönnum að vinna fyrir stéttarfélög sín. Maður er alltaf að heyra meira og meira af slíkum hótunum, þetta gerist ekki bara hjá einni eða tveimur útgerðum, þetta er miklu stærra mál.“

Sjá nánari umfjöllun um þetta og annað sem fjallað var um á Sjómannasambandsþinginu í nýjustu Fiskifréttum sem komu út í dag.