laugardagur, 19. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Efla hafbeit á humri

28. maí 2014 kl. 11:51

Humar Noregi

Norska fyrirtækið Norsk Hummer framleiðir 500 þúsund humarungviði

Fyrirtækið Norsk Hummer er að undirbúa umfangsmikla hafbeit á humri við strendur Noregs með því að sleppa smáhumri víða við ströndina. Til stendur að um 50 til 100 þúsund ungum humrum verði sleppt á nýju svæði við Flekkerøy fyrir utan Kristiansand í júní í sumar, að því er fram kemur í Fiskeribladet/Fiskaren.

Norsk Hummer framleiðir um 500 þúsund humarungviði í ár en aðalsleppisvæðið hingað til tilheyrir sveitarfélaginu Sande í Sunnmæri þar sem fyrirtækið hefur stundað sleppingar frá árinu 2009. Það tekur fimm ár fyrir humarinn að vaxa í veiðanlega stærð og því er kominn tími til að hefja fyrstu tilraunaveiðar á hafbeitarhumri í sumar.

Sjá nánar umfjöllun í nýjustu Fiskifréttum.