sunnudagur, 19. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Efni úr rækju eyðir bólgum

15. ágúst 2010 kl. 11:56

Rannsóknir sem fara fram á vegum Genís ehf. benda til þess að kítinefni sem unnin eru úr rækju séu græðandi og bólgueyðandi, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.

Jóhannes Gíslason, framkvæmdastjóri Genís, segir í samtali við  Fiskifréttir að sterkar vísbendingar séu um að kítinafleiður eins og þær sem þeir vinna með taki þátt í nýmyndun vefja á fósturstigi dýra og að afleiðurnar geti haft jákvæð áhrif í baráttunni við sjúkdóma sem stafa af undirliggjandi bólgu og örvefsmyndun.

,,Verkefni Genís skiptast í tvo flokka. Annarsvegar vinnum með efni sem ætluð eru til beinaskurðlækninga og hafa græðandi áhrif í sködduðum beinvef. Hinsvegar þróun efna sem hægt er að nota til inntöku gegn hrörnunar- og slitsjúkdómum sem að einhverju leyti stafa af bólgum," segir Jóhannes.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.