sunnudagur, 13. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Efnismikið páskablað Fiskifrétta

5. apríl 2012 kl. 12:00

Forsíða páskablaðs Fiskifrétta

Greinar og viðtöl um rannsóknir, fiskveiðar og fiskvinnslu.

Meðal  efnis í páskablaði Fiskifrétta er eftirfarandi:

Líkanið finnur fiskinn.  – Dr. Guðrún Marteinsdóttir segir frá nýjum rannsóknum sem m.a. gætu nýst skipstjórum við fiskileit.

Áhugamönnum hyglað á kostnað atvinnusjómanna. – Kristinn Gestsson skipstjóri  á Þerney RE segir frá sjómennskuferli sínum og gagnrýnir breytingar á stjórn fiskveiða.

Vanmetnasta björgunarafrek síðustu ára. – Snorri Sturluson RE bjargaði Örfirisey RE sem rak stjórnlaust upp að Grænuhlíð árið 2002.

Skírði bátinn eftir teiknimyndapersónu. – Jóhannes Þór Sigurðsson stýrimaður á Kristbjörgu VE er sinn eigin herra á sumrin.

Netin bunkuð af rígaþorski við Vestrahraunið. – Fiskifréttir í róðri með Erling KE á dögunum.
Kominn á kaf á ný í útgerð og fiskvinnslu. – Hinrik Kristjánsson rekur nú fiskvinnsluna Kamb í Hafnarfirði.

Eru sóknarfæri í fullvinnslu? – Rætt við Kristján Hjaltason ráðgjafa um fullvinnslu og markaðssetningu sjávarafurða.

Síðutogaratíminn í myndum. – Hafliði Óskarsson á Húsavík heldur úti vefsíðu með myndum af síðutogurum og fróðleik um þá.

Auk þess fastir liðir, fréttir og fleira.