þriðjudagur, 22. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Efnismikið sjómannadagsblað Fiskifrétta

5. júní 2015 kl. 09:25

Forsíða sjómannadagsblaðs Fiskifrétta 2015

Greinar, fréttir og viðtöl við sjómenn.

Sjómannadagsblað Fiskifrétta er komið út, stærra og efnismeira en nokkru sinni áður,  112 blaðsíður. Að venju hefur blaðið að geyma greinar og viðtöl við sjómenn og aðra sem komið hafa nálægt sjómennsku. 

Meðal efnis: 

Öskraði svo skipið skalf – viðtal við Sigurð Ásgeir Kristinsson sem var læknir um borð í Óðni í Smugudeilunni. 

Eldflaugar í Persaflóa – sjóræningjar við Óman – Georg Magnússon vélstjóri segir frá ævintýralegum sjómannsferli. 

Fiskirannsóknir ekki í takt við vöxt þjóðarbúskapsins – rætt við Svein Sveinbjörnsson fiskifræðing um ævistarf sitt og viðhorf. 

Innilokaðir í reykmekki – mannskætt slys um borð í Hallveigu Fróðadóttur árið 1969 rifjað upp. 

Aukin harka í garð sjómanna – Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasambandsins segir frá sjómannsferli sínum og baráttumálum hreyfingarinnar. 

Hvítagull miðalda – tennur rostunga og hvala í Höfnum á Reykjanesi benda til veiðistöðva þar áður en landnám hófst.

Veiðar erlendra skipa á Íslandsmiðum – ítarleg samantekt um umsvif, afla og aflaverðmæti útlendinga hér við land. 

Fyrsti túr sem skipstjóri varð að svaðilför – Birgir Sigurðsson fyrrum skipstjóri í Neskaupstað til þrjátíu ára horfir til baka. 

Víðáttuvitlaus kvótasetning á makríl – Jón Tómas Svansson trillukarl á Vopnafirði segir frá sjómennsku sinni og viðhorfi til stjórnunar fiskveiða. 

Vertíðaruppgjör 2015 og 1965 og fleiri greinar og fréttir.