föstudagur, 17. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Eggið – fiskeldisbúr framtíðarinnar

22. febrúar 2016 kl. 11:00

Nýju fiskeldisbúrin

Marine Harvest kynnir nýjung í fiskeldi

Fiskeldisrisinn Marine Harvest er að hefja tilraunir með nýja tækni í fiskeldi sem leysa á margs konar vandamál sem herja á laxeldi í dag. Í stað hefðbundinna fiskeldiskvía verða sett niður gríðarstór hylki sem kölluð eru egg. Í þeim er laxinn alinn upp í algjörlega lokuðu rými þannig að engin laxalús kemst að honum til að sýkja hann og enginn fiskur á að slepp út í villta náttúru. Auk þess á engin umhverfismengun að stafa af þessu nýja eldisbúri. 

Áætlað er að setja út 14 egg af þessu tagi í tilraunaskyni og verður hvert um sig 44 metra hátt, 33 metrar á breidd en 90% hylkisins verður neðansjávar. Hvert egg á að rúma 1.000 laxa. 

Fiskeribladet/Fiskaren upplýsir að tilraunirnar með eggin muni kosta jafnvirði tæplega 9 milljarða íslenskra króna. Bent er á til samanburðar að bara kostnaður Marine Harvest við að losna við laxalúsina á síðasta ári hafi numið 11 milljörðum íslenskra króna. 

Frá þessu er skýrt í Fiskifréttum.