þriðjudagur, 20. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Eignarhluti Guðmundar í HB Granda fer upp í 42 prósent

1. ágúst 2019 kl. 12:30

Guðmundur Kristjánsson

Við kaup HB Granda á sölufélögum í eigu Útgerðarfélags Reykjavíkur eykst eignarhlutur Guðmundar Kristjánssonar

Hluthafafundur HB Granda verður haldinn 15. ágúst. Þar verður tekin afstaða til kaupa á sölufélögum í Asíu nú eru í eigu Útgerðarfélags Reykjavíkur, áður Brims hf.

Við kaupin mun eignarhlutur Guðmundar Kristjánssonar í HB Granda hækka í 41,3 prósent, en Guðmundur er eigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur og jafnframt forstjóri HB Granda. Hlutafé HB Granda eykst um 7,3 prósent en Útgerðarfélag Reykjavíkur og tengdir aðilar munu eiga samtals 42,4 prósent af virku hlutafé eftir kaupin. 

Þetta kemur fram í kynningu fyrir hluthafafundinn. 

Kaupverð sölufélaganna fjögurra er þar sagt nema samtals 34,9 milljónum Bandaríkjadala, eða um 4,3 milljörðum króna. Kaupverðirð er greitt með útgáfu 133.751.606 hluta, og eru þeir nú verðmetnir á 4,6 milljarða króna.

Þetta kemur fram í kynningu fyrir boðaðan hluthafafund HB Granda 15. ágúst næstkomandi en kaupverð sölufélaganna fjögurra er þar sagt nema samanlagt 34,9 milljónum Bandaríkjadala. Samsvarar það 4,3 milljörðum króna á núverandi gengi, en kaupverðið er greitt með útgáfu 133.751.606 hluta, sem þegar þetta er skrifað eru verðmetnir á 4,6 milljarða króna.

Á fundinum munu hluthafar einnig taka afstöðu til þess hvort nafni HB Granda verði breytt í Brim, en Útgerðarfélag Reykjavíkur hét Brim áður en Guðmundur eignaðist ráðandi hlut í HB Granda.