sunnudagur, 20. september 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Eimskip selur þrjú af skipum félagsins

30. nóvember 2019 kl. 09:25

Eimskip Reefer

Skipin sem bera nöfnin Langfoss, Stigfoss og Vidfoss eru 30 ára gömul og hafa verið í rekstri félagsins í Noregi í um 20 ár og í eigu Eimskip síðastliðin 8 ár.

Eimskip hefur komist að samkomulagi um sölu á þremur frystiflutningsskipum félagsins í Noregi fyrir 12 milljónir dollara, um 1,5 milljarða króna.

Skipin sem bera nöfnin Langfoss, Stigfoss og Vidfoss eru 30 ára gömul og hafa verið í rekstri félagsins í Noregi í um 20 ár og í eigu Eimskip síðastliðin 8 ár. Samhliða sölunni hefur Eimskip gert samkomulag við kaupanda um að leigja eitt af þessum skipum til baka næstu tvö árin.

Fyrirtækið hefur verið með sex frystiskip í rekstri en eftir söluna verða þau fjögur og þar af þrjú í eigu Eimskips.

Samkvæmt tilkynningu frá Eimskip mun fækkun skipa ekki hafa áhrif á þjónustu í áætlunarsiglingum í Noregi heldur verður dregið úr flutningsgetu í svokallaðri „spot“ þjónustu.

Gert er ráð fyrir að afhending á skipunum til kaupanda muni eiga sér stað í byrjun næsta árs.