mánudagur, 21. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ein besta vertíðin í Arnarfirði

8. febrúar 2013 kl. 10:00

Sólrún B. Aradóttir, skipverji á Andra BA, við rækjuveiðar í Arnarfirði.

Andri BA hefur veitt 112 tonn af rækju og klárað kvótann sinn

 

Veiðar á innfjarðarrækju í Arnarfirði hafa gengið vel í haust og vetur. Kvótinn er um 460 tonn. Fjórir bátar hafa stundað þessar veiðar og hafa landað um 440 tonnum. Einn þeirra er Andri BA-101 sem hefur veitt rúm 112 tonn og klárað kvótann sinn, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.

„Rækjan stóð rosalega innarlega í haust, var alla leið inni í Dynjandisvogi. Hún var mjög þétt þar og auðvelt að veiða hana. Hins vegar hamlaði ótíð veiðum í nóvember. Þetta er samt besta vertíðin í Arnarfirði sem ég hef tekið þátt í,“ sagði Jón Páll Jakobsson, skipstjóra á Andra BA, er Fiskifréttir ræddu við hann um aflabrögðin.

Andri BA er 30 tonna bátur í aflamarki. Aðeins tveir eru í áhöfn, Jón og kona hans Sólrún B. Aradóttir.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.