mánudagur, 21. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Eitt flottasta skip Norðmanna

8. febrúar 2013 kl. 14:15

Brúin í Eros. Mynd af vef Kystmagasinet.

Uppsjávarskipið Eros afhent eigendum

 

Nýjasta og eitt fullkomnasta fiskiskip Norðmanna, uppsjávarskipið Eros, hefur verið afhent eigendum. Skipið er 77,5 metrar að lengd og 16,6 metrar á breidd. Um er að ræða tog- og nótaskip.

Kystmagasynent norska fjallar um skipið á vefsíðu sinni. Blaðamaður á vart orð til að lýsa hrifningu sinni yfir aðbúnaði og nýjungum. Vinnuaðstaða er allt önnur og betri en þekkist. Skipið er allt yfirbyggt, meira að segja nótakassinn. Brúin er eins og stofa í flottasta einbýlishúsi. Nýr sónar frá Simrad er í skipinu og það er einnig sérútbúið sem rannsóknaskip. Skipið er umhverfisvænt og hefur fengið „græna vottun“.

Sjá nánar á umfjöllun og myndir á:

http://www.kystmagasinet.no/Nyheter/2013/Teknologiske-nyvinninger-pa-rekke-og-rad-i-nye-Eros/