sunnudagur, 13. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ekkert kraftfiskirí á úthafskarfa

22. maí 2008 kl. 12:15

Ellefu íslensk skip eru nú á veiðum á úthafskarfa á Reykjaneshrygg. Veiðarnar hófust fyrir hálfum mánuði og hefur aflinn verið heldur tregur að því er Rúnar Þór Stefánsson, útgerðarstjóri hjá HB Granda, sagði í samtali við nýjustu Fiskifréttir.   ,,Veiðin er um eitt eða eitt og hálft tonn á togtímann. Það er því ekkert kraftfiskirí í gangi eins og oft á þessum tíma árs,“ sagði Rúnar Þór. HB Grandi er með 4 skip að veiðum á Reykjaneshrygg en auk þess eru þar 7 önnur íslensk skip.

Íslensku skipin eru að veiðum við landhelgislínuna en eru ekki enn komin inn fyrir þar sem oft hefur verið mokafli í lok maí og byrjun júní.   Um 30 erlend úthafskarfaskip eru á veiðum á Reykjaneshrygg og hófu þau veiðar mun seinna en áður vegna þess hve aflinn var lítill og hvað olíuverð er hátt.