

Grásleppuvertíðin hér við land hefst í byrjun mars en ekki er búist við jafn sterkri eftirspurn eftir hrognum í upphafi vertíðar nú og í fyrra, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.
Árlegur alþjóðlegur fundur um grásleppumál var haldinn 4. febrúar sl. í London. Fundinn sækja fulltrúar veiðimanna, framleiðenda á grásleppukavíar og sölumenn grásleppuhrogna. Landssamband smábátaeigenda hefur veg og vanda af þessum fundum.
,,Fundirnir eru upplýsingafundir um veiði og veiðihorfur, markað og markaðshorfur, ástand stofnsins og í raun allt sem lýtur að grásleppumálum. Í stuttu máli eru skilaboðin til íslenskra grásleppuveiðimanna eftir fundinn þau að ekki sé markaður fyrir jafnmikið af hrognum í ár og á síðustu vertíð,“ sagði Örn Pálsson, framkvæmdastjóri LS, í samtali við Fiskifréttir.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.