þriðjudagur, 22. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ekki krafa um breytta utanríkisstefnu

18. ágúst 2015 kl. 12:19

Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri SFS

Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri SFS, fjallar um innflutningsbann Rússa á íslensk matvæli og viðbrögð við því

Óskir Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hafa snúið að því að stjórnvöld taki tillit til íslenskra viðskiptahagsmuna en fela ekki í sér kröfu um breytingar á utanríkisstefnu Íslands, segir Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri SFS, í grein sem hann skrifar á heimasíðu SFS.

Kolbeinn segir það sjálfsagða kröfu að stjórnvöld efni til umræðu um aðgerðir sem snerti jafn mikilvæga hagsmuni þjóðarinnar og íslenskur sjávarútvegur gerir. 

Hann bendir á að viðbrögð Rússa við viðskiptaþvingunum, að loka á innflutning á matvælum, hitti Íslendinga hins vegar mjög illa fyrir. „Mér er það til efs að nokkurt annað land verði fyrir jafn alvarlegum efnahagslegum afleiðingum þessara viðskiptaþvingana sem önnur lönd hönnuðu á grundvelli sinna hagsmuna,“ segir Kolbeinn.

„Hagsmunir Íslendinga í þessu máli tengjast ekki einungis hagsmunum nokkurra fyrirtækja í sjávarútvegi. Þeir varða þjóðarhag. Í húfi er fjöldi starfa, gjaldeyrisöflun þjóðarbúsins, afkoma sveitarfélaga víða um land, afkoma fyrirtækja sem skila samfélaginu stórum hluta tekna sinna sem við byggjum velferð okkar á,“ segir Kolbeinn Árnason ennfremur.

Sjá greinina í heild HÉR