þriðjudagur, 28. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ekki meira! Ekki meira!

11. október 2013 kl. 10:30

Þorskur

Hagsmunaaðilar í norskum sjávarútvegi óttast að þorskkvótinn verði enn aukinn.

Í dag, föstudag, er að vænta ákvörðunar norsk-rússnesku fiskveiðinefndarinnar um þorskkvóta í Barentshafi á næsta ári. Sú undarlega staða er komin upp að hagsmunaðilar í sjávarútvegi vilja ekki aukinn þorskkvóta og telja hagsmunum sínum betur borgið með því að hann verði minnkaður frá því sem nú er.

,,Við vonum að fiskveiðinefndin ákveði kvóta sem sé ekki stærri en kvóti yfirstandandi árs og helst minni,“ segir í leiðara Fiskeribladet/Fiskaren í dag og endurspeglar þar ummæli talsmanna í greininni, bæði af hálfu framleiðenda og sjómanna. Ástæðan er sú að hið mikla framboð af þorski í ár hefur leitt til óróa á mörkuðum og lækkandi verðs, ólöglegra landana og á köflum lélegs hráefnis, segir í blaðinu. Atvinnugreinin þoli ekki aukinn kvóta. 

Alþjóðahafrannsóknaráðið lagði til 940.000 tonna þorskkvóta í Barentshafi fyrir yfirstandandi ár en norsk-rússneska fiskveiðinefndin ákvað að hækka kvótann í eina milljón tonna. Nú hefur Alþjóðahafrannsóknaráðið bætt í fyrir ráðgjöf sína og leggur til 993.000 tonna kvóta á næsta ári.