sunnudagur, 13. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Eldisbleikjan í sókn og sala góð vestanhafs

23. júní 2009 kl. 16:59

Um þessar mundir er hljóðið gott hjá bleikjuframleiðendum. Sala á bleikju gengur vel og staðan sterk, ekki aðeins vegna þess hve gengið er hagstætt fyrir útflutningsgreinarnar, heldur einnig vegna mikillar eftirspurnar á mörkuðum í Bandaríkjunum og nágranaþjóðunum á Norðurlöndunum. Telja margir bleikjuframleiðendur að öll framleiðsla ársins sé seld.

Framleiðsla á bleikju tvöfaldaðist milli áranna 2006 til 2008 og fór úr rúmum 1400 tonnum í rúm 3000 tonn og spáð er áframhaldandi vexti.

Undanfarin fjögur ár hefur Landssamband fiskeldisstöðva ásamt samstarfsaðilum staðið að markaðsverkefni til að auka og stækka markað fyrir bleikjuafurðir. Helsta markmið verkefnisins er að auka útflutning á bleikju í takt við aukna framleiðslu á Íslandi, stækka einstaka markaði en jafnframt að koma í veg fyrir verðlækkun vegna aukinnar framleiðslu. AVS rannsóknarsjóður í sjávarútvegi og Framleiðnisjóður landbúnaðarins hafa veitt verkefninu stuðning.

Frá 2006 hefur markaður fyrir bleikju rúmlega þrefaldast í Bandaríkjunum og fór úr 200 tonnum árið 2006 í um 700 tonn 2008. Sala til Norðurlandanna var aðeins 50 tonn árið 2006 en var um 400 tonn 2008.

Nánar er fjallað um málið á vef AVS-sjóðsins, HÉR