mánudagur, 21. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Eldur í strandveiðibáti á Breiðafirði

5. maí 2014 kl. 12:11

Frá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar (Mynd: LHG).

Nokkrir bátar komu til aðstoðar og náðist að slökkva eldinn á stuttumtíma.

Kl.08:05 í morgun sendi strandveiðibátur út neyðarkall á rás 16 vegna þess að eldur hafði kviknað í stýrishúsi bátsins þar sem hann var staddur á miðjum Breiðafirði.  

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar heyrði neyðarkallið og áframsendi það með því að upplýsa skip og báta á svæðinu um stöðu mála.  Fljótlega komu nokkrir bátar til aðstoðar og náðist að slökkva eldinn á stuttum tíma.  

Engir bátsverjar hlutu meiðsli.  Þar sem báturinn var vélarvana í framhaldinu var áhöfn björgunarskips Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Björg á Rifi, kölluð út og lagði af stað til aðstoðar bátnum upp úr kl. 0900.  Gott veður er á svæðinu, að því er segir á vef Gæslunnar.