mánudagur, 21. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ellefu milljarða hagnaður hjá Samherja

30. ágúst 2015 kl. 21:11

Samherji HF

Rekstrartekjur Samherja og dótturfélaga voru rúmir 78 milljarðar króna árið 2014.

Samherji hagnaðist um rúma ellefu milljarða króna á síðasta ári. Þetta er helmingi minni hagnaður en ári fyrr þegar fyrirtækið hagnaðist um 22 milljarða króna, en það var jafnframt besta afkoma félagsins í sögunni.

Fram kemur á vefsíðu Samherja að rekstrartekjur fyrirtækisins og dótturfélaga hafi verið rúmir 78 milljarðar króna árið 2014. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 16,4 milljörðum króna, samanborið við 25,4 milljarða árið á undan en það ár nam söluhagnaður 8,1 milljarði.  Afkoma af reglulegri starfsemi í fyrra var því mjög svipuð og árið á undan.  Hagnaður fyrir tekjuskatt nam 13,7 milljörðum og að teknu tilliti til tekjuskatts var hagnaður ársins 11,2 milljarðar króna.

Sjá nánar á vef Viðskiptablaðsins.