fimmtudagur, 24. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ellefu togarar yfir tvo milljarða

6. september 2012 kl. 10:22

Frystitogarinn Brimnes RE skilaði mestu aflaverðmæti allra togara á síðasta ári, rúmum 2,4 milljörðum króna

ff

Togaraflotinn var með um 63 milljarða króna í aflaverðmæti árið 2011sem er um 41% af aflaverðmæti íslenskra skipa í heild á árinu. Aldrei hafa fleiri bolfisktogarar verið með 2 milljarða í aflaverðmæti eða meira á einu ári en í fyrra, samkvæmt samantekt Fiskifrétta sem byggð er á gögnum frá Hagstofu Íslands.

Frystitogarinn Brimnes RE skilaði mestu aflaverðmæti allra bolfisktogara á síðasta ári, eða rúmum 2,4 milljörðum króna. Í flokki ísfisktogara vermdi Sólbakur EA/Kaldbakur EA fyrsta sætið með rúma 1,3 milljarða.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.