laugardagur, 15. ágúst 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Embætti forstjóra Hafró auglýst

20. janúar 2016 kl. 12:28

Skip Hafrannsóknastofnunar við bryggju í Reykjavík.

Skipað verður í embættið til fimm ára.

Embætti forstjóra Hafrannsóknastofnunar hefur verið auglýst laust til umsóknar en fráfarandi forstjóri, Jóhann Sigurjónsson, hefur verið ráðinn í nýtt starf í utanríkisráðuneytinu, eins og kunnugt er. Skipað verður í embættið til fimm ára frá og með 1. apríl 2016. Um er að ræða nýja stofnun sem verður til við sameiningu Hafrannsóknastofnunar og Veiðimálastofnunar og sem taka mun til starfa þann 1. júlí 2016. 

Varðandi menntunar- og hæfniskröfur eru sett eftirfarandi skilyrði: háskólapróf á verkefnasviði stofnunarinnar, að lágmarki meistarapróf; reynsla af vísindarannsóknum; stjórnunar- og rekstrarreynsla; mjög góð hæfni til tjáningar í ræðu og riti á íslensku og ensku.

Umsóknarfrestur er til og með 31. janúar n.k.

Sjá nánar á vef Hafró.