mánudagur, 24. febrúar 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Endurreisnarstarfið gengur hægt

6. september 2011 kl. 11:28

Svona var umhorfs eftir flóðbylgjuna í Otsuchi á norðasuturströnd Japans. MYND/THE ASIAN SHIMBUN/GETTY IMAGES

Þeir staðir sem verst urðu úti í flóðbylgjunni í Japan eru enn lamaðir.

Hægt gengur að koma starfsemi sjávarútvegsins aftur í gang á þeim stöðum þar sem eyðilegging flóðbylgjunnar í Japan varð hvað mest síðastliðinn vetur.

Fiskmóttaka hófst að nýju í höfninni í Ishinomaki um miðjan júlí en hún var þriðja stærsta fisklöndunarhöfnin í Japan á síðasta ári með 130.000 tonn af fiski. Afkastagetan í fiskvinnslu á staðnum er nú aðeins 7% af því sem var fyrir náttúruhamfarnar þannig að mest af fiskinum er flutt óunnið burtu.

Nú stendur makríl- og smokkfiskvertíðin sem hæst en aflinn sem berst á land er aðeins 10% af því sem var í fyrra vegna þess hve fáir bátar eru tiltækir til veiða. Þá veldur það áhyggjum að landið undir fiskvinnsluhúsunum seig um 70 sentimetra af völdum jarðskjálftans og því er þeim hætta búin ef önnur flóðbylgja kæmi.

Þetta kemur fram á sjávarúvegsvefnum Fis.com.