þriðjudagur, 22. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Engar beinar veiðar á sandkola og skrápflúru

29. júní 2012 kl. 10:34

Kolaveiðar í dragnót. (Mynd: Einar Ásgeirsson)

Lægð í þessum stofnum er ekki hægt að skýra með of miklum veiðum.

Hafrannsóknastofnun leggur til að veiðar á sandkola og skrápflúru á næsta fiskveiðiári fari ekki fram úr því sem ætla má að verði  meðafli samkvæmt reynslu síðustu ára, en það er 500 tonn af sandkola og 200 tonn af skrápflúru.

Sandkolaaflinn komst mest í 8.000 tonn á árunum 1996-97 og skrápflúruaflinn í um 6.000 tonn á sama tíma. 

Jónbjörn Pálsson fiskifræðingur segir í samtali við Fiskifréttir að ekkert bendi til þess að lægðin í þessum stofnum undanfarin ár stafi af ofveiði. 

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.