mánudagur, 14. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Engar raunverulegar viðræður hafa farið fram

29. nóvember 2012 kl. 12:15

Sævar Gunnarsson formaður Sjómannasambands Íslands

Krafa útvegsmanna að kostnaðarhlutdeild fari úr 30% í 40-45%, segir formaður Sjómannasambandsins.

Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands, gerði kjarasamninga sjómanna að umræðuefni í setningarræðu sinni á aðalfundi sambandsins í morgun. Hann sagði að kjarasamningar hefðu verið lausir í næstum tvö ár. Sjómenn hefðu lagt fram kröfur sínar í janúar 2011 en engar raunverulegar samningaviðræður hefðu farið fram. 

,,Útvegsmenn vísuðu deilunni til sáttasemjara í maí síðastliðnum. Á fundi deiluaðila með sáttasemjara kröfðust útvegsmenn þess, að til viðbótar þeim 20-25 milljörðum sem þeir höfðu gert kröfu um að yrðu teknir af óskiptu yrðu veiðigjöldin einnig tekin af óskiptu. Áður höfðu þeir farið fram á frádrátt útgerðarkostnaðar vegna kolefnisgjalds, hækkunar á tryggingagjaldi, hærri olíukostnaðar og fleiru. Það merkir að kostnaðarhlutdeild sem í dag er 30% fer upp í 40-45%, verði orðið við kröfu útgerðarmanna. Það stendur  ekki til og hefur þeim verið gerð grein fyrir því,“ sagði Sævar Gunnarsson.