þriðjudagur, 22. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Engin merki um fleiri en einn ýsustofn

9. mars 2012 kl. 15:02

Ýsa veidd á línu. (Mynd: Alfons Finnsson).

Rannsóknagögn um ýsustofninn mjög áreiðanleg, segir fiskifræðingur.

Sú tilgáta hefur heyrst úr röðum sjómanna að fleiri en einn ýsustofn gæti verið við landið, líkt og með þorskinn, og að mælingar Hafrannsóknastofnunarinnar taki ekki tillit til þess. Björn Ævarr Steinarsson fiskifræðingur segir að engin merki séu um slíkt.

,,Um þetta eru engar vísbendingar. Alkunna er að útbreiðsla ýsunnar við landið hefur breyst á undanförnum árum í kjölfar breyttra umhverfisskilyrða. Nú er hlutfallslega meira af ýsu úti fyrir Norðurlandi en áður var. Það er vel hugsanlegt að eitthvað af henni hrygni úti fyrir Norðurlandi en engin merki eru um að sérstakar stofneiningar ýsu alist upp fyrir norðan eða annars staðar við landi,“ segir Björn Ævarr í samtali í nýjustu Fiskifréttum.

Fram kemur einnig í máli hans að fiskifræðingar telji rannsóknagögn um ýsuna mjög áreiðanleg. ,,Mælingar á stærð ýsuárganga hafa í öllum meginatriðum reynst réttar þegar fylgst er með árgöngunum í gegnum veiðina,“ segir hann.

Sjá nánar viðtal í Fiskifréttum um ýsustofninn.