föstudagur, 17. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Enginn kraftur í loðnuveiðunum

29. febrúar 2016 kl. 14:38

Loðna

Skipin byrjuð að veiða á ný eftir brælu.

„Það er aðeins byrjað að fiskast núna eftir bræluna en það eru engir skaflar hérna. Við fengum 260-280 tonn áðan og erum svo að dæla núna,“ sagði Óskar Sverrisson vélstjóri á Beitir NK þegar Fiskifréttir höfðu samband við skipið nú upp úr hádegi í dag. 

Beitir var þá staddur úti af Selvogi ásamt fimm öðrum loðnuskipum. Að auki voru að minnsta kosti tvö skip úti af Vík í Mýrdal. Í gær var bræla á miðunum og auk þess hefur áta í loðnunni verið vandamál síðustu dagana. 

„Það verður að segjast að það er enginn kraftur í veiðunum ennþá en vonandi fer þetta að skána,“ sagði Óskar.