þriðjudagur, 26. október 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ennþá sýking í síldinni

23. október 2010 kl. 14:37

,,Það er greinilega einhver sýking í síldinni ennþá. Það má sjá í hjörtunum. HIns vegar vitum við ekki ennþá hversu hátt sýkingarhlutfallið er," segir Páll Reynisson leiðangursstjóri á rannsóknaskipinu Dröfn RE í samtali við Fiskifréttir.

Þegar rætt var við Pál var skipið í sildarrannsóknum inni á Breiðafirði. Skæð sýking hefur herjað á íslenska sumargotssíldarstofninn í tvö ár og valdið því að leyfilegur afli hefur aðeins verið brot af því sem annars hefði verið.

Sýni úr rannsóknunum verða skoðuð næstu daga og að því búnu verður ákveðið hversu mikið óhætt sé að veiða á vertíðinni.

Sjá nánar í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu