þriðjudagur, 26. október 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Enskur sjávarútvegur fær 560 milljónir í styrki frá ESB

13. október 2010 kl. 14:44

Enskur sjávarútvegur fær yfir 3 milljónir GBP um (560 milljónir ISK) í styrki úr sjóðum Evrópusambandsins. Þetta var ákveðið nú í október þegar valin voru 11 verkefni sem hlutu styrki að þessu sinni.

Stærsti einstaki styrkurinn var 1,22 milljónir GBP (215 milljónir ISK) og fór hann til endurnýjunar á höfninni í Southwold í Suffolk. Af öðrum verkefnum sem hlutu styrki má nefna endurbætur á kæligeymslu, endurbætur á fiskvinnslum á nokkrum stöðum og rafrænt uppboð á fiskmarkaði í Brixham.

Styrkir úr sjóðunum (European Fisheries Fund) eru veittir meðal annars til að nútímavæða fiskiskip, bæta gæði framleiðslunnar, efla markaðssetningu, endurbæta fiskvinnslu og stuðla að sjálfbærum fiskveiðum.

Heimild: www.fiskerforum.com.