laugardagur, 15. ágúst 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Erfiður markaður í Noregi fyrir hrefnukjöt

28. apríl 2014 kl. 12:28

Hrefnuveiðar (Mynd: Vilmundur Hansen)

Meira selst af elgskjöti en hvalkjöti þar í landi.

Innanlandsmarkaður fyrir hrefnukjöt í Noregi verður erfiður í ár að mati kjötkaupenda. Þeir segjast raunar hafa átt erfitt með að selja kjötið síðustu árin, að því er fram kemur í Fiskerkibladet/Fiskaren.  

Í fyrra voru 17 bátar gerðir út á hrefnuveiðar og voru 590 hrefnur skotnar. Nú fjölgar bátunum í 23 þannig að búast má við auknu framboði. Leyfilegt er að veiða 1.286 dýr þannig að ekki takmarkar kvótinn veiðarnar. 

Áður fyrr keyptu stórir heildsalar kjötið og seldu það áfram til verslana. Nú kaupa dagvöruverslanirnar kjötið beint án milliliða og það hefur leitt til minni innkaupa á fersku hrefnukjöti. Að sögn kjötkaupenda hrópar markaðurinn ekki á hvalkjöt og kaldhæðnislegt þykir að töluvert meira skuli seljast af elgskjöti en hrefnukjöti í Noregi án nokkurrar sérstakrar markaðssetningar.