mánudagur, 14. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Erlend dótturfélög Samherja fá MSC-vottun

5. júní 2012 kl. 09:57

Baldvin NC, eitt skipa DFFU í Þýskalandi. (Mynd: Þorgeir Baldursson).

Um er að ræða UK Fishery í Bretlandi og DFFU í Þýskalandi.

Tvö erlend dótturfélög Samherja hafa fengið vottun samkvæmt MSC staði um sjálfbærar og umhverfisvænar veiðar. Þetta eru UK Fishery í Bretlandi og DFFU í Þýskalandi. 

Vottunin nær til þorsks, ýsu og ufsa sem veiddur er í Norðaustur-Atlantshafi. 

Frá þessu er skýrt í fréttatilkynningu frá MSC (Marine Stewardship Council). 

Eins og áður hefur komið fram er Samherji á Íslandi jafnframt í matsferli vegna MSC-vottunar á veiðum á þorski, ýsu og norsk-íslenskri síld.