sunnudagur, 13. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Erlend skip veiddu 530 tonn við Ísland í mars

6. maí 2008 kl. 09:44

Skip frá þremur erlendum ríkjum voru við veiðum innan íslensku lögsögunnar í marsmánuði.

Mest var um færeysk skip en sex færeysk línuskip voru hér að veiðum. Alls lönduðu þau rúmlega 530 tonn.

Af þessum afla var mest um þorsk eða 146 tonn, keiluaflinn var rúmlega 134 tonn og langa var rétt tæplega 116 tonn.

Norska línuskipið Keltic var einnig hér að veiðum og var það eina norska skipið sem stundaði veiðar í íslenskri landhelgi í mars.

Löndunarupplýsingar hafa enn ekki borist frá norskum stjórnvöldum en tilkynntur afli til Landhelgisgæslunnar var rúmlega 84 tonn. Uppistaðan í aflanum er keila og langa eða rúmlega 66 tonn.

Ennfremur var grænlenska skipið Erika við loðnuveiðar. Alls var aflinn 4.748 tonn.  Frá þessu er skýrt á vef Fiskistofu.