miðvikudagur, 1. apríl 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Erlend skip veiddu um 73 þúsund tonn af sumarloðnunni

22. september 2011 kl. 11:20

Loðna

Norðmenn veiddu alls 58.500 tonn í sumar

Loðnuvertíð hófst í sumar en það voru aðeins erlendar þjóðir sem sinntu sumarloðnuveiðum, en íslensk skip mega hefja veiðar 1. október. Erlend skip hafa veitt að minnsta kosti um 73 þúsund tonn af loðnu úr íslenska loðnustofninum í sumar eftir því sem næst verður komist, að því er segir í nýjustu Fiskifréttum.

Á vef Norges Sildesalgslag má sjá að norskum skipum hafi verið veitt heimild til að veiða 66.500 tonn af loðnu í sumar í grænlensku lögsögunni og við Jan Mayen. Í heild veiddu þau 58.500 tonn af sumarloðnunni og skildu eftir 8 þúsund tonn sem þau geta veitt síðar, þ.e.a.s. utan íslensku lögsögunnar. Grænlendingar hafa veitt um 4 þúsund tonn af loðnu í sumar og Danir hafa veitt 10.500 tonn að minnsta kosti.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.